Monday, September 6, 2010

Nokkrar myndir

Bílamyndir fyrir Emil Ingo

Fór til Boston um daginn. Þar voru þessir hermenn og bíllinn þeirra. Börnin fengu að fara upp á þakið og handleika vélbyssuna. Sérlega smekklegt...

Þessi kappaksturbíll var líka þar. Mun huggulegra!

Þessi var fyrir utan eina blokkina um daginn. Líklega eitthvað karrý brunnið við...
Þessi var þar líka.



Almennar myndir

Snúður að passa dótið mitt og fallega bókamerkið frá ömmu og afa:)

Skrítið fólk að spila skrítna tónlist.
Bókasafnið í Boston sem var mun stórkostlegra en þessi mynd.







 

Bíllinn, vinnan og sigling í Maine

Bíllinn
Síðasta mánudag ætlaði ég að sækja bílinn minn sem ég hafði tekið á rekstrarleigu. Þeir hjá bílasölunni þurftu bara að koma síðustu pappírunum í gegn og síðan átti allt að verða tilbúið. Þegar ég mætti þangað kom hinsvegar í ljós að í Ameríku fæ ég ekki bankalán að svo stöddu. Það er vegna þess að ég hef enga "credit sögu" (sem er eitthvað sem maður safnar með því að borga reikningana sína) og vegna þess að social security númerið mitt er bara tímabundið.
Auminginn sem ég er, fór næstum að gráta þarna á bílasölunni, og bílasölukallinn endaði á því að keyra mig heim því ég var auðvitað ekki á bíl. Hann sagði mér að hann ætlaði að tala við vin sinn sem oft veit um notaða bíla og reyna að redda fyrir mig einhverjum ódýrum bíl. Þegar ég þakkaði fyrir mig sagði hann mér að honum fyndist eins og ég væri ein af fjölskyldunni hans! Sem er sannarlega ekki amalegt;)
Á morgun ætla ég að freista þess að kaupa 11 ára gamla Mözdu (reyndar ekki í gegnum nýja frænda minn...). Vona að það gangi vel.

Vinnan
Í síðustu viku byrjaði ég að vinna. Fyrstu tvær vikurnar í vinnunni eru þjálfunarvikur. Meðal þess sem ég gerði í síðustu viku var að læra að höndla börn sem eiga það til að flýja og lenda í árekstrum við annað fólk. Komst að því að margt sem ég hef verið að gera undanfarin ár er afar prófessjónal án þess að mér hafi verið kennt það, ætli sumt lærist ekki bara af biturri reynslu;)
Í dag var ég svo allan daginn með stelpunum sem ég er að fara að vinna fyrir. Þær eru allar afar spennandi og skemmtilegar og ég hlakka til að kynnast þeim betur.
Fékk þennan glæsilega brúsa í vinnunni.

Sigling í Maine
Síðasta föstudag keyrði ég með Berglindi og 2 vinkonum hennar til Maine til þess að fara í river rafting. Fellibylurinn Earl sýndi sig eilítið á leiðinni norður. Í allt sumar hefur alltaf rignt ef ég er að fara að ferðast, það hefur ekki breyst eftir að ég kom til Ameríku því það rigndi eldi og brennistein þegar ég fór í útilegu um daginn.

Eftir að við höfðum villst allhressilega á leiðinni til Maine (gps tækið afvegaleiddi okkur!), verið stoppaðar af löggunni og borðað risa skammt af kínverskum mat, komum við í kofann sem við gistum í um helgina. Hann var í ofurlitlu þorpi þar sem ekkert símasamband var. Í þessu þorpi búa 68 manns á veturna en um 1200 á sumrin. Með gistingunni fygldi afar góður amerískur morgunmatur.
Siglingin niður ánna var ótrúleg! Fyrst voru flúðir og stuð, við hoppuðum úr bátnum á einum stað til þess að láta okkur fljóta bara niður með ánni, ég drakk hressilegt magn af henni í leiðinni. Í miðjunni var stoppað og farið upp á land til að grilla og borða hádegismat. Eftir hádegismat var siglingin svo rólegri, við flutum bara niður og nutum þess að horfa á fallega útsýnið sem var ævintýralegt og fallega leiðsögumanninn sem hjálpaði okkur að sigla;)
Siglingin tók u.þ.b. 4 tíma og ég mun sannarlega fara aftur.
Um kvöldið sátum við svo við varðeld og drukkum með öllu fjallafólkinu sem rekur kofann sem við gistum í og enduðum á að fara á bæjarbarinn:)
Maine er ofsalega fallegur staður og þangað mun ég fara aftur. Við vorum líka bara um 60km frá landamærum Kanada, þarf að skreppa þangað við tækifæri til þess að bæta við landi í safnið.
Kofinn sem við gistum í.