Hér gerist ekkert rosalega mikið akkúrat núna, er bara í fríi þar til 30. ágúst á meðan allir hinir vinna svo ég slappa bara af og læt tímann líða. Fór reyndar í eyjasiglingu síðasta sunnudag með tveimur öðrum stelpum. Við sigldum út í eyju sem heitir Georges island og á henni er gamalt virki til þess að verja borgina fyrir óvinum. Eftir labb þar í steikjandi hita tókum við "water taxi" eða vatnaleigubíl út í aðra eyju sem heitir Spectacle island, sú eyja er að mestu gerð úr rusli. Hún er samt sem áður mjög falleg, allt ruslið er núna undir grasi og trjám.
 |
| Miðborg Boston séð frá sjó |
Í vikunni hef ég svo:
-farið til Boston að skoða í búðir. Þar keypti ég mér bráðnauðsynleg sumarföt.
-Hangið við sundlaugina. Hef sjaldan verið jafn brún og ég er núna.
-Horft á sirka 20 þætti af Felicity.
-Leikið mér í orðavindu.
-Farið út að hlaupa einu sinni. Dó næstum því vegna lélegs þols og of mikils hita.
-Reynt að redda lykli að Fitness herberginu hérna, fæ hann ekki fyrr en eftir helgi.
-Farið í leiðangur í leit að áfengisverslun.
-Keyrt í 1 og hálfan tíma til Springfield til þess að fá undirskriftir sem ég fékk ekki.
-Heimsótt NECC (staðurinn sem ég mun vinna á) í smástund.
-Spjallað við og kynnst stelpunni sem ég deili herbergi með.
-Talað í símann við bílasala sem var með svo mikinn hreim að ég skildi hann varla. Sjálf var ég líklega með svo mikinn hreim að hann skildi mig ekki...
Áttaði mig á því í dag að fólk gerir ráð fyrir að maður eigi ávísanahefti! Varð það ekki úrelt 90 og eitthvað? Hef allavega aldrei þurft að nota svoleiðis síðan ég byrjaði að borga fyrir hluti sjálf. Klikkuðu útlendingar...