Sunday, August 29, 2010

Týpískur dagur í ágúst 2010

Fór fyrst í ræktina. Hún er sirka 30fm.
Gleymdi hlaupaskónum mínum í Laugum 4 dögum áður en ég flutti. Fattaði það rétt fyrir flug. Þessir skór sem áður voru dansskór gegna því þeirra hlutverki í augnablikinu. Koma þægilega á óvart.

Horfði svo á þessa mynd. Hún var sorgleg.

Á meðan ég horfði á hana saumaði ég aðeins út í vettlinga...
...borðaði smá mat (hér er alltaf hægt að finna fullkomið avocado, jeij)...
...og handsnyrti sjálfa mig.
Horfði svo á þessa mynd



Klukkan er bara hálf 4. Kannski kemur seinni helmingur dagsins í máli og myndum í kvöld. Spennandi? Já held það nú!

8 comments:

Guðlaug Björk said...

það sem skiptir mig mestu máli við þessa færslu er, gréstu yfir changeling?

Steinkah said...

Jah já. Eða svona, ekki eins og Halla grætur yfir myndum. Ég fékk tár í augun enda ekki gerð úr steini:) Viðbrögð mín voru samt að mestu ofbeldisfullar hugsanir. Langaði að lemja lögguna sundur og saman...

Sæja said...

Unaðslegur dagur, svona á að eyða frídögunum.Ég var einmitt í bústað og eyddi tímanum við að borða (mikið), spila, lesa, spila Kubb, liggja í potti og fara í göngutúr. Það var yndislegt.

Halla said...

Hefði verið gaman að gráta með þér yfir Changeline :) En sérdeilis góður dagur sýnist mér hjá þér, bíð spennt eftir framhaldinu...

Unknown said...

Frábærir vettlingar!

Margrét said...

Hey vissi ekki að mín væri byrjuð að blogga! Gott að geta fylgst með þér, ert líka svo skemmtilegur penni :) Kossar og knús til ameríkunnar :)

Brynhildur said...

hvaða rúlla er þetta sem þú varst að éta? og já ég vissi ekkert af blogginu fyrr en afi sagði mér frá því!

Steinkah said...

Yay margir lesa bloggið mitt:)
Takk kærlega fyrir Kristín!
Brynhildur þetta er kjúklingaburrito sem ég keypti í Whole foods, lífrænt og fínt. Þú verður bara að fylgjast betur með og kannski ekki vera hinu megin á hnettinum þegar hlutirnir gerast!