Friday, August 6, 2010

Flutt til útlanda

Ég er flutt til útlanda. Bý fyrir utan Boston í bæ sem heitir Westborough. Íbúðin er þokkalega stór og ég deili henni með 3 öðrum stelpum, er í herbergi með einni þeirra. Hef enn ekki hitt þær, tvær eru í fríi og sú þriðja flytur inn á morgun.
Byrja vonandi að vinna næsta miðvikudag sem er það sem mér var sagt frá byrjun, en kannski verður það ekki fyrr en 30. ágúst. Veit ekki alveg hvað ég á að dóla mér við í 3 vikur ef ég byrja ekki að vinna strax en það reddast eins og annað:) Byrja held ég í skólanum í lok ágúst, það er samt eitthvað óljóst, kemur í ljós eins og annað.
Hér er ekki mikið hægt að gera ef maður er bíllaus, þarf því að redda mér Massachusetts bílprófi og kaupa svo eða leigja bíl. Það er hinsvegar ekki hægt að gera fyrr en ég fæ "social security number" og ég get ekki fengið það fyrr en ég næ í konu hjá skólanum sem ég er að fara í. Það er sumsé allt bara í biðstöðu í bili.
Ég er þó svo heppin að hér í næstu blokk býr Berglind, sem er búin að vera hér í 3 ár. Hún keyrir mig og lánar mér bílinn sinn og hjálpar mér með allt saman, það er stórgott:)
 

1 comment:

Jóhanna Lilja said...

Duglega Steinunn mín :)