Tuesday, October 19, 2010

Síðustu vikur

Til hamingju með 80 ára afmælið á laugardaginn elsku afi minn! Vona sannarlega að dagurinn hafi verið góður:)

Ekki er frá svo mörgu að segja. 

Ég vinn alveg helling og læri þess á milli.
Vinnan er krefjandi, ég er ekki vön öllum reglunum sem við þurfum að fara eftir og ég er vön því að stjórna því sjálf frekar mikið hvað ég geri í vinnunni. Hér er ég nýbyrjuð sem þýðir að ég hef ekki mikið að segja og ég á svolítið erfitt með að vera undirmaður.
Skólinn gengur rosa vel. Ég les eins og brjálæðingur og rústa öllum prófum og verkefnum:)
Með þessu mæti ég á rannsóknarfundi og á næstu dögum mun ég byrja að taka þátt í rannsókn, sem þýðir að ég þarf að vinna og lesa enn meira.

Hér er haustið komið. Ég fór í göngutúr í kringum stöðuvatn sem er hérna rétt hjá og tók nokkrar haustlita myndir:


 Það er svo fallegt hérna núna að ég gleymi mér stundum þegar ég er að keyra í vinnuna við að horfa á trén.

Ég keypti mér þessa kápu um helgina (eftir að það var búið að laga bílinn)..
Hún er svo falleg að mig langar að vera í henni alltaf, það er bara ekki orðið nógu kalt!

Rétt við bílastæðin fyrir utan blokkina mína er villtur skógur. Í skóginum búa allskonar dýr en þangað til í fyrradag hef ég bara séð íkorna.
Á sunnudaginn kom ég heim úr vinnunni seint um kvöld og lagði alveg við skóginn. Við bílinn var tré og þegar ég steig út úr bílnum og leit upp horfði vera með hvítt andlit á mig. Mér brá hressilega, veit ekkert hverskonar skepnur lifa í Massachusettes, en fylgdist samt aðeins með dýrinu sem brölti í trjágreinunum.
Í gær þegar ég kom heim um kvöld sá ég dýrið aftur en þá var það á jörðinni og mjög nálægt mér. Það leit svona út:
Jább það er þvottabjörn að fylgjast með ferðum mínum og passa bílinn minn á næturnar. Veit ekkert um þvottabirni, vona að þeir séu ekki hættulegir!

Bless!
Steinunn

7 comments:

Jóhanna Lilja said...

Ég hitti einu sinni þvottabjörn þegar ég ætlaði að henda rusli í gám út á Florida... hann hélt að ég ætlaði að ræna af honum mat og var þess vegna ekki glaður að sjá mig. Enn þinn hljómar góður svo ég myndi ekki hafa áhyggjur :)

Jóhanna Lilja said...

Gleymdi að segja hvað þetta væri ótrúlega falleg kápa :)

Guðlaug Björk said...

úú falleg kápa....ég ætla einmitt í kápuleiðangur þegar ég heimsæki þig.
Mér finnst þvottabjörninn sætur og hann er greinilega vinur þinn Mjallhvít mín

Brynhildur said...

flott kápa! eru það ekki þvottabirnir sem að freta á mann?

Guðlaug Björk said...

Nei Brynhildur það eru skúnkar

Steinkah said...

Já hér eru samt líka skúnkar, ég hef þó bara séð þá sem roadkill. Lyktin af þeim finnst allhressilega þrátt fyrir að þeir séu dauðir og þú inni í bíl...

Unknown said...

passaðu þig, þvottabirnir stökkva á fés og klóra
http://www.youtube.com/watch?v=YpOJ2f-mo74