Wednesday, November 24, 2010

Besti vinurinn og annað fall ævinnar

Laura og ég fórum í súper Walmart á mánudaginn því hún þurfti að kaupa dekk undir bílinn sinn. Súper Walmart er riiiiisastór búð sem selur allt og er mjög ódýr. Það tók klukkutíma að setja dekkin undir bílinn svo við röltum um búðina á meðan. Ég sá nokkra hluti sem ég ætla að kaupa og var komin með saumavél í körfuna þegar við löbbuðum framhjá sjónvörpunum. Við áttuðum okkur á því að við gætum ekki lifað án nýs sjónvarps. Höfum verið að nota litla sjónvarpið hennar Lauru sem er minna en tölvan mín, eða tölvuna mína.

Við enduðum á því að kaupa 32" flatskjá fyrir litla 300 dollara. Hér er það:

(Frekar lélegar myndir, ég veit...). Sjónvarpið heitir Timmy og er besti nýji vinur okkar. Núna getum við legið uppi í rúmi og horft á sjónvarpið, allar 100 rásirnar, nú eða tengt tölvuna mína við það og horft á hluti sem við finnum á internetinu:) Gleði mikil.

Í gær átti ég bókaðan tíma í verklegu bílprófi. Ég tók skriflega prófið fyrir nokkrum vikum og rúllaði því upp og gerði ekki ráð fyrir að verklega prófið yrði erfitt. Ég er nú búin að vera keyrandi í 9 ár, og í 4 mánuði hérna í Massachusetts. Ég mætti stundvíslega klukkan 9 með Lauru, því ég þurfti að taka einhvern með mér sem er með amerískt ökuskírteini (afhverju veit ég ekki...). Mjög ókurteis kona skráði mig í prófið og sagði mér að bíða í bílnum mínum fyrir utan með hættuljósin á og einhver mundi koma og prófa mig. Innan skamms kom maður og bankaði á rúðuna mína. Hann spurði mig hvernig handa merkin væru. Ég vissi ekki einu sinni um hvað hann var að tala en giskaði svo. Ég giskaði vitlaust og féll. Fékk ekki einu sinni tækifæri til þess að keyra! Hann gaf mér svo lista yfir það sem ég þarf að kunna fyrir prófið sem hefði sannarlega verið hjálplegt fyrir tímann í gær.
Ég þakkaði fyrir og keyrði svo í burtu þrátt fyrir fallið, því ég er jú með bílpróf og má löglega keyra hérna! Bóka nýjan tíma sem fyrst til að ég geti fengið amerísk skilríki og hætt að taka vegabréfið mitt með mér hvert sem ég fer.
Þetta er annað fall ævi minnar, féll í íslensku 503 í MH. Vona að þau verði ekki fleiri!

3 comments:

Gulla Gyllenhaal said...

Ég er ekki einu sinni búin að klára að lesa pistilinn því ég sé hver er í sjónvarpinu þínu.
Ekki segja mér að þú sért búin að downloda nýju myndinni með unaðinum Jake Gyllenhaal??? Segðu mér plís að þetta sé bara trailerinn sem þið horfið á aftur og aftur og aftur

Steinkah said...

Hahaha ég vissi að þú mundir taka eftir þessu! Þetta er nú bara treilerinn sem óvart varí sjónvarpinu þegar ég tók myndirnar;) Það er samt líklegt að ég verði búin að fara á myndina þegar þú kemur. Hún verður frumsýnd í kvöld... Ef hún er rosa góð þá er ég samt til í að fara á hana aftur!

Og ekki vera að stela eftirnafninu mínu.

Gulla Gyllenhaal said...

ókei búin að lesa núna. Ég er ekki að stela þínu eftirnafni því þú ert Hafsteinsdóttir. Við Jake erum hinsvegar nýgift.
Hvað varðar bílprófsfallið þá bíð ég þig velkomin í hóp fallista þó ég hafi reyndar ekki fallið í bílprófi en nokkur framhaldsskólapróf hef ég tekið aftur og svona hlutir venjast bara. After all everybody deserve a second chance. Fall er fararheill sjáðu bara hvað ég er lukkuleg með Jake og batnandi mönnum er best að lifa.