Þegar ég kom heim í gær lagði ég undir trénu þar sem þvottabjörninn á heima. Hann var á staðnum og þar sem ég sat inni í bílnum með ljósin kveikt (bölvuð ljósin sem valda mér vandræðum! (sjá næstu færslu)) gat ég skoðað hann gaumgæfilega. Það fyrsta sem ég tók eftir var að hann var ekki með loðið skott, heldur langt og sköllótt rottuskott. Ég sá svo að andlitið og tjah allur afgangurinn af búknum var ekkert líkt þvottabirni. Í kvöld "googlaði" ég kvikyndið og viti menn, þvottabjörninn er ekki þvottabjörn heldur pokarotta (held ég, google vildi ekki þýða "possum" fyrir mig).
Pokarottur líta svona út:
 |
| Þetta er sæt mynd af dýrinu. |
Finn mig knúna til að setja inn aðra mynd af dýrinu, með sérstakri áherslu á skottið fyrir Soffíu.
 |
| Hérna sést ógeðis halinn á kvikyndinu. |
|
|
Og eina hræðilega mynd:
 |
| Þetta er ljót mynd af dýrinu. |
|
|
|
|
Ég nennti ekki að lesa mér til um hegðun pokarotta, læt það bara koma mér á óvart ef hún stekkur úr trénu eða felur sig undir bílnum og ræðst á mig.
No comments:
Post a Comment