Ég keypti kort í rækt hérna rétt hjá um daginn. Með kaupum á kortinu fylgdi einn tími hjá einkaþjálfara sem ég nýtti mér. Þessi einkaþjálfari, hann Brian, var eins og þeir flestir eru, hrokafullur maður sem vill meina að hann viti allt. Hann pirraði mig sumsé og ég keypti ekki af honum frekari tíma, enda veit ég allt.
Í gær fór ég í ræktina. Ég hunsaði besser visserinn hann Brian eins og venjulega og gerði það sem maður gerir í ræktinni, hljóp á færibandi. Þegar ég hafði hlaupið nægju mína vildi ég heim.
Þegar ég kom út sá ég að það var kveikt á ljósunum á bílnum mínum svo ég hljóp, haldandi það að 2 sekúndur til eða frá skiptu máli. Bíllinn reyndist nánast alveg rafmagnslaus, ég gat ekki komið honum í gang.
Ég hafði þá um tvennt að velja, hringja í vega aðstoðina (sem ég fékk mér eftir að ég lenti síðast í vandræðum með bílhræið) eða fara aftur inn og biðja um aðstoð þar.
Ég ákvað að það væri líklega fljótlegra að biðja almennilegu konurnar í afgreiðslunni um aðstoð. Þegar ég spurði þær kom hinsvegar í ljós að engin af þeim átti startkapla eða treysti sér til að gefa bílnum start, þrátt fyrir að ég segði þeim að ég kynni það alveg (slöpp trú á eigin kyni held ég að spili inn í þessi viðbrögð...).
Þær náðu því í Brian fyrir mig, mér til skapraunar.
Brian var mjög heppinn því hann gat sannað karlmennsku sína á tvo vegu. Það voru bílar báðu megin við bílinn minn svo að hann þurfti að ýta honum út úr stæðinu. Hann náði ekki í einhvern annan til að hjálpa sér, nei hann sagði stoltur að hann ætti nú að ráða við þetta (og gerði það því miður). Þar með sannaði hann styrk sinn.
Hann fékk svo líka að sanna bílakunnáttu sína með því að tengja kaplana og gefa bílnum mínum start.
Þegar ég mætti í ræktina í dag mætti ég Brian sem skartaði óþolandi yfirlætis brosi (ok kannski var það venjulegt, vinalegt bros...) og lét það pirra mig.
Er samt þakklát honum fyrir að koma mér heim.
Þess má geta að þetta er í annað sinn sem bíllinn verður rafmagnslaus vegna gleymsku minnar, og í þriðja sinn sem ég gleymi ljósunum á. Ég var heppin í eitt skiptið.
Í dag setti ég skærbleikan miða við hliðina á ljósrofanum. Ætti ekki að gleyma þeim í bráð.
4 comments:
Er þetta Brian?
http://www.fitnessbyday.com/
hehe vídjóið er gott "when you lift weights your not building muscle, your destroying muscle"
Mér finnst pokarottan á bílastæðinu ógeðsleg, eins gott að hún verði farin ég kem
Hehe nei þetta er ekki Brian.
Rottan er viðbjóður...legg ekki lengur við heimili hennar.
Haha ég las fyrst Birnu komment svona.
Brian said:
En þegar betur var að gáð sá ég að Birna er með nkl sömu stafi og Brian bara í annarri röð og því ekki skrítið að ég ruglaðist
En er þessi Brian jafn óþolandi og gps tækið okkar sem við skírðum Brian?
Post a Comment