Gah ég gerði það aftur! Ég gleymdi að slökkva á ljósunum á bílnum þrátt fyrir skærbleikan áminningarmiða. Þetta gerðist aftur í ræktinni, í þetta skiptið hjálpaði maður mér um sjötugt. Hann var með rosa flott yfirvaraskegg og helling af tattúum. Hann var með tæki sem ég ætti kannski að kaupa mér, svona box tengt við startkapla. Ef ég ætti svoleiðis þyrfti ég aldrei að fá hjálp við þetta aftur!
Ef þið hafið einhverjar hugmyndir að áminningarsystemi þá endilega látið mig vita. Ég virðist þurfa eitthvað drastískara en lítinn miða...
2 comments:
enginn er svona vitlaus, ég held að þú hafir gert þetta viljandi og verið að vonast til þess að fá einkaþjálfarann Brian til að hjálpa þér aftur
djöh þú sást tótallí í gegnum mig...
Post a Comment