Friday, December 24, 2010

Jólin

Hér er ég við jólatréð okkar Lauru. Takið eftir glæsilegu jólasokkunum á veggnum! Takk fyrir pakkana, ég ætla að opna þá í kvöld eftir vinnu:)
Á morgun fer ég til ættingja Lauru í mat og fleiri pakka, það verður vonandi gaman. Held það eigi að vera jólaskinka í matinn og mac and cheese sem meðlæti, ég hlakka mikið til að smakka það.

Gleðileg jól!!

4 comments:

Birna said...

Gleðileg jól :)
Þú hefðir að sjálfsögðu átt að redda þér hangilæri, drekkja því í uppstúf og sýna þessu liði hvernig halda skal upp á jóladag..

Brynhildur said...

Gleðileg jól! Sjáumst á þriðjudaginn og á færðu enn þá fleiri pakka!

hlín said...

mac and cheese! hvernig var það?

Steinunn said...

Mac and cheese er frekar ógeðslegt. Það er bara pasta með fullt af osti. Frekar bragðlaust og ómerkilegt!