Monday, January 10, 2011

Desember í máli og myndum



Um miðjan desember kom Jóhanna í heimsókn. Við versluðum alveg helling (aðallega Jóhanna þó;)), röltum um, borðuðum góðan mat, forum í bíó og höfðum það notalegt.

Við fundum þennan glæsilega náttgalla í Target.

Allt verslið!

Jólatréð í miðborg Boston

 Svo fór Jóhanna heim og jólin komu í staðin. Ég var að vinna en við Laura sambýliskona höfðum það samt gott, borðuðum nachos, opnuðum pakka og skáluðum í náttfötunum. Daginn eftir fórum við til frænku hennar þar sem við fengum allskonar mat og fleiri pakka, það var gaman.

Á milli jóla og nýárs komu svo Brynhildur og Gulla. Við versluðum enn meira, horfðum á sjónvarpið, skemmtum okkur á mismunandi börum og borðuðum helling. Við gistum á lúxus hóteli inn í borginni sem var ofsa gott. Á áramótunum pöntuðum við borð á skemmtistað, borðuðum þar fína máltíð og svo var nýárspartý fram yfir miðnætti. Við kíktum svo á vísindasafnið annan dag janúar.
Við systur í áramótamat
Laura, Steinunn og Gulla fagna áramótum
 Eftir mikla gleði í desember hefur raunveruleikinn tekið við. Ég er byrjuð í skólanum af fullri hörku og allskonar verkefni sem setið hafa á hakanum í vinnunni verða nú framkvæmd!
Í byrjun febrúar kem ég heim og verð í 10 daga. Ég get ekki beðið eftir því!:)

Yfir og út.

No comments: