Monday, January 17, 2011

Bíllinn

Bíllinn á ekki sjö dagana sæla. Endarörið á pústinu er að detta undan honum og hann er að verða jafn hávær og hann var um daginn þegar eitthvað annað hrundi undan honum. Langar smá að teipa það bara upp en held ég fari með hann á verkstæði í staðinn, það er líklegra skynsamlegra.
Ég elska bílavesen.

Annars keypti ég mér hjól í gær, það kostaði 50 dollara eða um 6þúsund krónur. Það er ekki frábært, held ég þurfi eitthvað að fikta í gírunum og bremsunum og svona, en nú get ég hjólað eins og vindurinn. Hver veit nema ég hendi bara bílnum á endanum og byrji að hjóla í staðinn...
Fyrir ykkur sem eruð með áhyggjur af öryggi mínu, þá keypti ég hjálm og plana að kaupa skærgult vesti svo ég sjáist á hlaupum og hjólum. Kaninn virðist þó ekki vera mikið fyrir endurskin, kannski ég fjárfesti í svoleiðis þegar ég kem heim í febrúar:)

Steinunn

No comments: