| Miðborg Boston séð frá sjó |
Í vikunni hef ég svo:
-farið til Boston að skoða í búðir. Þar keypti ég mér bráðnauðsynleg sumarföt.
-Hangið við sundlaugina. Hef sjaldan verið jafn brún og ég er núna.
-Horft á sirka 20 þætti af Felicity.
-Leikið mér í orðavindu.
-Farið út að hlaupa einu sinni. Dó næstum því vegna lélegs þols og of mikils hita.
-Reynt að redda lykli að Fitness herberginu hérna, fæ hann ekki fyrr en eftir helgi.
-Farið í leiðangur í leit að áfengisverslun.
-Keyrt í 1 og hálfan tíma til Springfield til þess að fá undirskriftir sem ég fékk ekki.
-Heimsótt NECC (staðurinn sem ég mun vinna á) í smástund.
-Spjallað við og kynnst stelpunni sem ég deili herbergi með.
-Talað í símann við bílasala sem var með svo mikinn hreim að ég skildi hann varla. Sjálf var ég líklega með svo mikinn hreim að hann skildi mig ekki...
Áttaði mig á því í dag að fólk gerir ráð fyrir að maður eigi ávísanahefti! Varð það ekki úrelt 90 og eitthvað? Hef allavega aldrei þurft að nota svoleiðis síðan ég byrjaði að borga fyrir hluti sjálf. Klikkuðu útlendingar...
2 comments:
englendingarnir eru einmit svoldið í ávísununm líka og aðrir útlendingar hef ég heyrt, alveg snar!
Hehe já og konan í bankanum var voða stolt af því að ég gæti fengið netbanka hjá þeim. Ég var ekkert sérstaklega impressed;)
Post a Comment