Gangan var samt fín, ólík göngum hér heima, maður sá ekkert vegna ofsa hárra trjáa. Stelpan sem ég deili herbergi með, Laura, er spennt fyrir allskonar útivist og ég er ánægð með það. Hér í sirka 40mínútna fjarlægð er fullt af gönguleiðum og svo er skíðasvæði ekki svo langt í burtu. Mun sannarlega nýta mér það.
| Stelpurnar ganga |
| Fullt af skógi |
Um leið og ég opna munninn hérna giskar fólk á hvaðan ég er. Giskið er alltaf Skotland eða Írland! Ég hef greinilega tileinkað mér afskaplega töff hreim og er ánægð með það:)
2 comments:
Skoskur hreimur, jömmí!
Já maður:)
Post a Comment